Vívomove Trend drapplitað snjallúr.

59.990 ISK
Frá Garmin

FULLKOMNAÐU ÚTLITIÐ

Þetta snjallúr sameinar útlit og gáfur. Klassískir vísar og falinn snertiskjár fyrir aftan. Úrið fylgist með almennri hreyfingu, er með innbyggðum púlsmæli og Garmin Pay.

Klassísk analog klukka og falinn snertiskjár.

Þú kveikir á snertiskjánum með því að strjúka yfir hann.

Snjalltilkynningar frá síma birtast í úrinu.

Innbyggð heilsuskráning. Fylgist með skrefum, svefni, púls, stress og fleiru¹.

Garmin Pay

Snertilaus greiðslumöguleiki með Garmin Pay.

Rafhlöðuending: allt að 5 dagar.

RAFHLÖÐUENDING

Rafhlaðan endist allt að 5 daga sem snjallúr og vísarnir ganga einn dag aukalega. 15 mínútur í hleðslu skila sér í einum degi í rafhlöðuendingu. Úrið er hægt að hlaða með flestum Qi-vottuðum þráðlausum hleðslustöðvum².

HANNAÐ MEÐ ÞIG Í HUGA

Nokkrir litir í boði, kúpt gler, létt á hendi og 20mm sílíkon ól sem sér til þess að það sé þægilegt að ganga með það.

HEFÐBUNDIÐ ÚTLIT

Þegar kviknar á snertiskjánum færa vísarnir sig í burtu til að þú getir unnið á honum.