Viðskiptavinur sem kemur í verslun Studio Sport og kaupir vöruna þar fær þar af leiðandi vöruna afhenta þar nema að annað sé samþykkt af starfsmanni Studio Sport. Vara sem keypt er í vefverslun Studio Sport getur viðskiptavinur annað hvort valið að sækja vöruna í verslun Studio Sport, Austurvegi 9 Selfossi, á afgreiðslutíma eða valið að fá vöruna senda á skilgreindan afhendingarstað. 


Sótt í verslun

Studio Sport tekur sér 2-4 virka daga til að afgreiða sóttar pantanir. Þegar pöntun er tilbúin fær viðskiptavinur stafestingu í tölvupóst þegar varan er tilbúin til afhendingar í verslun. Viðskiptavinur sem pantað hefur í gegnum vefverslun Studio Sport og valið hefur að sækja pöntunina í verslun Studio Sport skal framvísa staðfestingu á vörukaupum með rafrænum reikningi.


Sendar pantanir

Studio Sport tekur sér 2-4 virka daga til þess að koma pöntunum til flutningsaðila, sem flytur pöntunina á skilgreindan afhendingarstað.

750 kr. sendingarkostnaður bætist við í lok kaupferils áður en greiðsla fer fram á öllum pöntunum undir 10.000 kr. eða minna. Fríar sendingar eru á pöntunum frá 10.000 krónum eða meira.

Pósturinn er dreifingaraðili Studio Sport og sér um sendingu á keyptum vörum til viðskiptavina. Um afhendingu vörunnar gilda því afhendingar-, ábyrgðar ö og flutningsskilmálar póstsins. Eingöngu er hægt að fá vörur frá Studio Sport sendar innan Íslands. Studio Sport áskilur sér rétt til að breyta skilmálum er varða verð, afhendingar- og sendingarmáta, án fyrirvara.