Vöruskil
1. Vöruskil
Viðskiptavinur á rétt á að skila vöru sem er ógölluð gegn endurgreiðslu innan 14 daga frá pöntun eða frá því að viðskiptavinurinn tók vöruna í sína vörslu. Endurgreiðsla vegna vöruskila nær aðeins til sjálfs vöruverðsins en annar kostnaður, svo sem vegna flutnings til eða frá kaupenda er á ábyrgð kaupenda. Framvísun reiknings, skilamiða eða kvittun eru skilyrði fyrir vöruskilum
1.1 Vefverslun
Eftir að viðskiptavinur hefur móttekið vöru er hann hvattur til að yfirfara vöruna og ganga úr skugga um að varan sé í réttu ásigkomulagi og í samræmi við pöntun. Ef svo skildi verða að viðskiptavinur óski þess að hætta við sölu eða falla frá samningi getur hann gert það með því að senda tölvupóst þess efnis á netfangið: verslun@studiosport.is. Viðskiptavinir geta ekki neitað móttöku sendingar og þar með hætt við pöntun, án þess að koma því á framfæri við Studio Sport. Studio Sport ber ekki ábyrgð á vörum þangað til að hún berst. Það er mælst til þess að tryggja endursendingar ásamt því að hafa þær rekjanlegar.
Við vöruskil gilda eftirfarandi skilyrði:
- Að varan sé ónotuð og í fullkomnu lagi
- Að varan sé enn með verðmiða
- Að varan sé í óuppteknum upprunalegum umbúðum
Studio Sport metur söluhæfi skilavöru og áskilur sér rétt til að hafna vöruskilum eða bjóða takmarkaða endurgreiðslu ef skilyrðum er áfátt. Viðskiptavinir eru ábyrgir fyrir verðrýrnun á vöru sem stafar af annarri meðferð en þeirri sem nauðsynlegt er til að staðfesta eiginleika, einkenni og virkni.
Upphæð vöru er ávallt endurgreidd inn á þann greiðslumiðil sem notaður var við kaupin.
1.2 Verslun
Ef skilað er vöru í verslun Studio Sport verður hún að fullu endurgreidd við móttöku innan 14 daga. Kvittun fyrir kaupum eða skilamiði eru skilyrði fyrir vöruskilum. Endurgreiðslan miðast við það söluverð sem tilgreint er á kvittun fyrir kaupum. Eftir 14 daga frá vörukaupum er gefin út inneignarnóta samkvæmt söluverði vörunnar á kassakvittn. Skilafrestur á almennri vöru er að hámarki 30 dagar. Ekki er hægt að skila útsöluvöru, hinsvegar er hægt að skipta útsöluvöru í aðra útsöluvöru.
Við vöruskil gilda eftirfarandi skilyrði:
- Að varan sé ónotuð og í fullkomnu lagi
- Að varan sé enn með verðmiða
- Að varan sé í óuppteknum upprunalegum umbúðum
Studio Sport metur söluhæfi skilavöru og áskilur sér rétt til að hafna vöruskilum eða bjóða takmarkaða endurgreiðslu ef skilyrðum er áfátt. Viðskiptavinir eru ábyrgir fyrir verðrýrnun á vöru sem stafar af annarri meðferð en þeirri sem nauðsynlegt er til að staðfesta eiginleika, einkenni og virkni.
Upphæð vöru er ávallt endurgreidd inn á þann greiðslumiðil sem notaður var við kaupin.
1.3 Vörur með skilamiða
Vörum með skilamiða fæst skilað innan 30 daga og aðeins er gefin út inneignarnóta sem miðast við verð vörunnar við skil nema að kvittun sé framvísað.
1.4 Skipti á vörum
Skipti á vörum er í boði í verslun Studio Sport. Ef viðskiptavinur hefur í huga aðra stærð, annan lit eða aðra vöru þá er hann vinsamlegast beðinn um að ræða það við starfsmann í verslun Studio Sport. Framvísa þarf kvittun við skipti á vörum eða skilamiða.
1.5 Gölluð vara
Ef viðskiptavinur telur sig hafa fengið afhenta gallaða vöru ber honum að tilkynna það í verslun eða með því að senda tilkynningu þess efnis á netfangið: verslun@studiosport.is um leið og galla er vart. Að öðrum kosti getur kaupandi glatað rétti sínum til endurgreiðslu. Sýna þarf kvittun til staðfestingar að varan hafi verið keypt í Studio Sport. Gölluð vara er endurgreidd eða annað eintak af sömu vöru afhent til kaupenda. Studio Sport hefur rétt á því að meta galla vöru og áskilur sér rétt til þess að hafna endurgreiðslu ef metið er að vara sé ekki gölluð. Studio Sport áskilur sér einnig rétt til þess að senda vöruna til birgja eftirfarandi vöru til þess að fá mat á vörunni, það ferli getur tekið allt að eina viku.