ON Cloudsurfer Trail WP black/eclipse KVK
Tæklaðu utanvegahlaupin með aukinni dempun og þægindum með nýja Cloudsurfer Trail. Skórinn hefur bæði gott grip fyrir utanvegahlaupin ásamt því að hafa góða dempun og því einnig þægilegur á malbiki.
Skórinn er þess vegna fullkominn í íslenskar aðstæður þar sem mikið er verið að hlaupa bæði á malbiki sem og utanvega í sama hlaupi.
Henta best fyrir:
Utanvegahlaup, blönduð hlaup, íslenskar aðstæður, styttri götuhlaup, rigning, snjó
Hvernig eru stærðirnar hjá On?
Það má segja að On skór mátist heldur minni en hefðbundnir götuskór og mælum við með að þeir sem hafa ekki farið í On skó áður kaupa hálfu til heilu númeri stærri en þeir eru vanir að gera þá sérstaklega í hlaupaskóm.
Skóstærðirnar hjá On ganga heldur jafnt yfir þannig ef þú átt aðra skó frá On ættiru að taka sömu stærð í flestum týpum. Undantekning frá þeirri reglu er sú að flestir taka hálfu númeri stærra í vatnsheldum skóm frá On þar sem þeir eru þéttari fyrir ristina.