Hlaupahópur Hildar Gríms

 

Hlaupahópur Hildar Gríms

Hildur er sjúkraþjálfari og hefur samhliða því verið með hlaupaþjálfun í bráðum tvö ár. Ævintýrið með hlaupaþjálfunina byrjaði upphaflega til að svara eftirspurn eftir byrjendanámskeiði í hlaupum á Selfossi og nágrenni. Allt þetta vatt uppá sig og býður hún nú upp á þjálfun fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Þjálfunin fer fram í fjarformi svo allir geta verið með, en hægt er að mæta á samæfingar 1x í viku á Selfossi. Samfélagið í kringum þjálfunina fékk nafnið Hlaupahópur Hildar og ríkir góð og hvetjandi stemning þar innan hópsins.

 

 

Hildur sérhæfir sig á sviði kvenheilsu og tvinnast það inní þjálfunina hennar að miklu leyti. Hún gefur konum góð ráð með þau vandamál er tengjast kvenheilsu og grindarbotni. Framundan verða spennandi námskeið og prógröm í boði hjá Hildi en þar má nefna sérhæfð hlaupaþjálfun eftir meðgöngu, tímabæting í 5km og 10km.

Við mælum með að þið kynnið ykkur hlaupahóp Hildar sem hreyfingu mánaðarins og gírið ykkur í Stúdíó Sport hlaupið 1. maí!