Sveitarfélagið Árborg gerðist formlega aðili að Heilsueflandi samfélagi þann 20.maí 2019 með því markmiði að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilsusamlegum lifnarðarháttum, heilsu og vellíðan allra. Þar sem Stúdíó Sport hvetur til almennrar hreyfingar langar okkur, í samstarfi við sveitarfélagið, að vekja athygli á fólki sem hefur tileinkað sér hreyfingu hvort sem það tengist íþróttum eða ekki með því að vera með ‘hvatning mánaðarins’.
Hvatning mánaðarins Mars 2022 eru meðlimir heilsuræktarnámskeiðsins 60+
Í september síðastliðnum gafst íbúum Árborgar 60 ára og eldri kostur á að sækja heilsuræktarnámkeið sér að kostaðarlausu. Námkeiðið er haldið í samstarfi við Sveitafélagið Árborg og verkefnið Heilsueflandi Samfélag, sem Árborg er þátttakandi í.

Markmið námskeiðsins er að viðhalda og efla heilsu fólks og gera einstaklingana sjálfbærari hvað varðar eigin heilsueflingu. Með því að huga vel að þessu aukum við tímann þar sem fólk getur sjálft sinnt athöfnum dagslegs lífs og eru betur í stakk búin að takast á við lífið. Heilsa er líkamleg, andleg og félagsleg vellíðan og þarf að huga að öllum þessum þremur þáttum í heilsueflingu.

