Janúar 2022 – Sigurjón Ægir

Sveitarfélagið Árborg gerðist formlega aðili að Heilsueflandi samfélagi þann 20.maí 2019 með því markmiði að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilsusamlegum lifnarðarháttum, heilsu og vellíðan allra. Þar sem Stúdíó Sport hvetur til almennrar hreyfingar langar okkur, í samstarfi við sveitarfélagið, að vekja athygli á fólki sem hefur tileinkað sér hreyfingu hvort sem það tengist íþróttum eða ekki með því að vera með ‘hvatning mánaðarins’.

Hvatning mánaðarins janúar 2022 er Sigurjón Ægir Ólafsson

Nafn: Sigurjón Ægir Ólafsson

Aldur: 39 ára

Starf: Ég starfa í Viss Gagnheiði 39 

Hvað gerir þú til að stuðla að almennri hreyfingu, hve oft á dag/viku/mánuði?  Ég stunda kraftlyftingar 2x og fer 1x í viku í sjúkraþjálfun

Hvað finnst þér hjálpa að viðhalda bæði andlegri og líkamlegri heilsu? Það sem hjálpar mér að viðhalda bæði líkamlegri og andlegri heilsu er að hreyfa mig reglulega og reyna á mig.

Hefuru alltaf hreyft þig, ef ekki hvað kom til? Hef alltaf hreyft mig, alveg frá því ég man eftir mér.

Hvað gefur þér drifkraftinn í að hreyfa þig? Það sem gefur mér drifkraft er að mér líður betur í líkamanum og andlega ef ég hreyfi mig, hreyfing hjálpar mér að versna ekki meira. Einnig ætla ég mér að verða sterkasti fatlaði maður heims og verð ég að vera duglegur að æfa mig til þess að ná því markmiði.

Ertu með eitthvað heilráð eða annað sem þú vilt koma á framfæri sem gæti mögulega gefið öðru fólki innblástur? ‘’Hristu á þér spikið 😉 ’’