Meistaraflokkur kvenna í hópfimleikum

 

Á þessu ári voru skipaðir tveir meistaraflokkar í hópfimleikum hér á Selfossi, stúlknalið og blandað lið, en ekki hefur verið starfrækur meistaraflokkur síðan árið 2016. Nú á dögunum kíktum við á æfingu hjá stúlknaliðinu en hópurinn er skipaður af 14 duglegum ungum konum fæddar á árunum 2003-2005. Þjálfarar þeirra eru Tanja Birgisdóttir, Mads Pind, Sigrún Ýr Magnúsdóttir og Margrét Lúðvíksdóttir. Úr þessum hópi eru fjórar í landsliðshópi stúlkna í hópfimleikum og æfa þær nú á dögum fyrir evrópumótið sem haldið verður í desember 2021.

                               Á myndunum vantar landliðsstúlkurnar en þær voru á landsliðsæfingu þegar við heimsóttum hópinn.

Stúdíó Sport óskar hópnum og þjálfurum þeirra innilega til hamingju með þetta og hlökkum við mikið til þess að fylgjast með þeim á næstu árum. Við munum vera dugleg að pósta upplýsingum um mót hjá meistaraflokkunum tveimur svo hægt sé að mála stúkuna í selfoss rauðum lit og styðja við bakið á þessum flottu og efnilegu krökkum.

 

Nöfn stúlknanna í meistaraflokk eru: Anna Sigrún Ólafsdóttir, Auður Helga Halldórsdóttir, Ása Kristín Jónsdóttir, Birta Sif Sævarsdóttir, Erla Karítas Davíðsdóttir, Evelyn Þóra Jósefsdóttir, Hekla María Oddsdóttir, Helga Sonja Matthíasdóttir, Hera lind Gunnarsdóttir, Inga Jóna Þorbjörnsdóttir, Inga Sól Kristjánsdóttir, Karítas Líf Sigurbjörnsdóttir, Karolína Helga Jóhannsdóttir, Sigríður Fjóla Þórarinsdóttir. Þjálfarar þeirra eru Tanja Birgisdóttir, Mads Pind og Sigrún Ýr Magnúsdóttir.

klikkið hér til þess að fylgja hópnum á Instagram