Október 2021 – Hildur Grímsdóttir

Sveitarfélagið Árborg gerðist formlega aðili að Heilsueflandi samfélagi þann 20.maí 2019 með því markmiði að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilsusamlegum lifnarðarháttum, heilsu og vellíðan allra. Þar sem Stúdíó Sport hvetur til almennrar hreyfingar langar okkur, í samstarfi við sveitarfélagið, að vekja athygli á fólki sem hefur tileinkað sér hreyfingu hvort sem það tengist íþróttum eða ekki með því að vera með ‘hvatning mánaðarins’.

Hvatning mánaðarins október 2021 er Hildur Grímsdóttir.

 

  • Nafn: Hildur Grímsdóttir

 

  • Aldur: 34 ára

 

  • Starf: Sjúkraþjálfari á kvenheilsusviði og hlaupaþjálfari

 

  • Hvað gerir þú til að stuðla að almennri hreyfingu?, hve oft á dag/viku/mánuði? og hve lengi í senn?Ég hreyfi mig mjög fjölbreytt en hlaup eru mitt uppáhald í bland við styrk og yoga. Eins og staðan er núna þá reyni ég að taka 3x formlegar æfingar í viku og þess fyrir utan að hreyfa mig eitthvað daglega eins og að fara í göngutúr

 

  • Ertu með eitthvað sérstakt mataræði? Eitthvað sem þú heldur þig alveg frá eða eitthvað sem þér finnst gefa þér orku yfir daginn? Mikilvægast finnst mér að ná að borða nóg yfir daginn og fá sem mesta orku og næringu úr matnum. Það munar öllu til að halda líkama og sál gangandi yfir allan daginn. Ég er ekki meðnein boð og bönn, ég reyni bara að fylgja meðalhófi, meirihlutann hollt og minnihlutann óhollt 🙂 

 

  • Hvað finnst þér hjálpa til við að viðhalda bæði andlegri og líkamlegri heilsu? Hreyfing finnst mér best en hún er ekki nóg ein og sér. Jafnvægi á milli seiglu og sjálfsmildi ásamt jafnvægi á milli góðs félagsskapar og rými fyrir einveru líka.

 

  • Hefuru alltaf hreyft þig, ef ekki hvað kom til? Já heilt yfir en það hafa komið kaflar í lífinu þar sem hreyfingin var lítil sem engin. Á meðan það eru bara vikur eða fáir mánuðir en ekki í árum talið þá lít ég bara framhjá því 

 

  • Hvað gefur þér drifkraftinn í að hreyfa þig? Líðanin sem fylgir á eftir góðri æfingu eða hreyfingu og það að vita til þess að maður er að gera sitt besta til að leggja inn í heilsubankann til framtíðar. Mig langar að geta gengið í hvaða krefjandi verkefni sem er og hafa heilsu til að takast á við það.

 

  • Ertu með eitthvað heilráð eða annað sem þú vilt koma á framfæri sem gæti mögulega gefið öðru fólki innblástur? Það skiptir öllu máli að finna sér hreyfingu sem manni finnst skemmtileg og gera hana á sínum eigin forsendum en ekki annarra. Góður æfingafélagi getur líka gert kraftaverk.

 

 

Við þökkum Hildi kærlega fyrir að vera partur af þessum nýja lið hjá okkur og mælum eindregið með að fólk fylgi henni á instagram @hildurgrims eða kíki á heimasíðuna hennar hildurgrims.is og verði partur af hennar flotta samfélagi.